Heilbrigðismál. Læknismeðferð.

(Mál nr. 7215/2012)

A kvartaði yfir því að blóðsýni hefði verið sent mun seinna til greiningar í Bretlandi en óskað hefði verið eftir og að sér hefðu ekki verið veittar fullnægjandi leiðbeiningar í tengslum við það.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 31. október 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður rétt að A freistaði þess að bera umkvörtunarefni sitt undir landlækni, sbr. 12. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, og síðar eftir atvikum velferðarráðuneytið. Umboðsmaður taldi ekki uppfyllt skilyrði að lögum til að geta tekið kvörtunina til frekari skoðunar að svo stöddu en tók fram að A gæti leitað til sín að nýju að fenginni niðurstöðu ráðuneytisins yrði hún ósátt við afgreiðslu þess á máli hennar.