Orku- og auðlindamál.

(Mál nr. 7200/2012)

A kvartaði yfir því að ekki væri fjallað um nýtingu vindorku í drögum að þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 31. október 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Umboðsmaður tók fram að starfsemi Alþingis, þar á meðal gerð þingsályktunartillagna, félli utan starfssviðs umboðsmanns, sbr. a-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/1997. Með vísan til þess taldi hann ekki uppfyllt skilyrði laga til að taka erindið til frekari athugunar og lauk umfjöllun sinni um hana.