Skattar og gjöld. Ýmis þjónustugjöld.

(Mál nr. 7171/2012)

A kvartaði yfir því að vera gert að greiða fyrir aðgang að stöðlum hjá Staðlaráði Íslands.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinn á málinu með bréfi, dags. 22. október 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, taldi umboðsmaður rétt að A bæri kvörtun sína um sölu á aðgangi staðla undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, sbr. 8. gr. laga nr. 36/2003, um staðla og Staðlaráð Íslands, þar sem m.a. kemur fram að ráðherra fari með framkvæmd þeirra laga. Umboðsmaður lauk meðferð sinni á málinu en tók fram að eftir að A hefði borið málið undir ráðuneytið gæti hann leitað til sín á ný, teldi hann niðurstöðu ráðuneytisins ekki viðunandi.