Aðgangur að gögnum og upplýsingum. Aðgangur að gögnum á grundvelli upplýsingalaga.

(Mál nr. 7203/2012)

A kvartaði yfir synjun ríkisskattstjóra á beiðni um aðgang að upplýsingum hjá embættinu.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með 5. nóvember 2012.

Umboðsmaður taldi rétt að A freistaði þess að bera umkvörtunarefni sitt undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál ef hann teldi upplýsingalög eiga við um upplýsingarnar sem hann óskaði eftir og að gögn væru til staðar um þær. Þar sem af kvörtuninni varð ekki ráðið að A hefði gert það taldi umboðsmaður ekki uppfyllt skilyrði að lögum til geta fjallað frekar um hana að svo stöddu. Umboðsmaður lauk því meðferð sinni á málinu en tók fram að ef A kysi að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál gæti hann leitað til sín á nýjan leik að fengnum úrskurði nefndarinnar.

1996, nr. 50. Upplýsingalög. - 14. gr.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. – 3. mgr. 6. gr. , 1. mgr. 10. gr.