Almannatryggingar. Lífeyristryggingar.

(Mál nr. 7133/2012)

A leitað til umboðsmanns Alþingis með erindi sem varðaði m.a. endurútreikning skatta og kröfu Tryggingastofnunar ríkisins um endurgreiðslu fjár.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 7. nóvember 2012.

Þar sem ekkert í fyrirliggjandi gögnum málsins benti til þess að A hefði leitað til æðra setra stjórnvalda, s.s. úrskurðarnefndar almannatrygginga eða velferðarráðuneytisins vegna ákvarðana Tryggingastofnunar ríkisins, og/eða yfirskattanefndar eða fjármála- og efnahagsráðuneytis vegna ákvarðana ríkisskattstjóra, varð ekki ráðið að skilyrði væru að lögum fyrir því að taka kvörtunina til meðferðar. Umboðsmaður tók þó fram að eftir að A hefði tæmt kæruleiðir innan stjórnsýslunnar og væri enn ósátt við niðurstöðu mála væri henni að sjálfsögðu heimilt að leita til sín með nýja kvörtun þar að lútandi.



1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - 3. mgr. 6. gr., 1. mgr. 10. gr.