Atvinnuleysistryggingar. Atvinnuleysisbætur.

(Mál nr. 7176/2012)

A kvartaði yfir því að hafa verið gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 8. nóvember 2012.

Í bréfi úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða kom fram að mál A væri enn til meðferðar hjá nefndinni. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að taka málið til athugunar að svo stöddu og lauk athugun sinni. Hann benti A hins vegar á að ef hún teldi sig enn rangindum beitta að fenginni úrlausn úrskurðarnefndarinnar gæti hún leitað til sín að nýju. Þá gæti hún leitað til sín með sérstaka kvörtun ef dráttur yrði á afgreiðslu nefndarinnar.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - 3. mgr. 6. gr., 1. mgr. 10. gr.