Fjármála- og tryggingastarfsemi. Peningamál.

(Mál nr. 7254/2012)

A kvartaði yfir hækkunum á höfuðstól verðtryggðs láns sem hann tók árið 2005 og því að ákvæði í reglum Seðlabankans um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár ættu ekki nægjanlega stoð í lögum um vexti og verðtryggingu, nánar tiltekið að í reglunum væri gert ráð fyrir að höfuðstóll verðtryggðra lána breyttist í hlutfalli við vísitölu neysluverðs en í lögum væri aðeins fjallað um að greiðslur skyldu vera verðtryggðar.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 28. nóvember 2012.

Þar sem umboðsmaður hafði nú þegar til kvörtun sem m.a. laut að því hvort reglur Seðlabankans hefðu nægjanlega lagastoð taldi umboðsmaður ekki ástæðu til þess að taka mál A til frekar skoðunar að svo stöddu, en tók fram að hann myndi hafa athugasemdir hans til hliðsjónar við úrlausn sína. Þá benti hann á að niðurstaða málsins yrði birt á heimasíðu embættisins þegar hann hefði lokið afgreiðslu þess.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - 1. mgr. 10. gr.

2001, nr. 38. Lög um vexti og verðtryggingu. - 13. gr.

2001, nr. 492. Reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. - 4. gr.