Kirkjumál og trúfélög.

(Mál nr. 6394/2011)

A kvartaði yfir frávísun yfirkjörstjórnar þjóðkirkjunnar á kæru á ákvörðun kjörstjórnar um kjörgengi hans til kirkjuþings. Málinu var vísað frá á þeim grundvelli að kæra A hefði ekki borist innan kærufrests samkvæmt starfsreglum um kjör til kirkjuþings.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 30. nóvember 2012.

A hafði leitað til innanríkisráðuneytisins vegna málsins. Ráðuneytið framsendi málið til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar sem vísaði málinu frá þar sem hún taldi sig ekki hafa vald til að hnekkja málsmeðferð kjörstjórar og yfirkjörstjórnar í málinu. Umboðsmaður ritaði því innanríkisráðuneytinu bréf og óskað eftir afstöðu ráðuneytisins til þess hvernig túlka bæri ákvæði í lögum um tilsjónarvald ráðuneytisins með þjóðkirkjunni. Í kjölfarið tilkynnti ráðuneytið umboðsmanni að mál A yrði tekið til athugunar að nýju. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna kvörtunarinnar og lauk athugun sinni á málinu. Hann tók þó fram að A gæti leitað til sín á nýjan leik að fenginni niðurstöðu ráðuneytisins yrði hann ósáttur við hana. Þá ritaði umboðsmaður innanríkisráðherra bréf og óskaði þess að sér yrði kynnt niðurstaða í máli A þar sem það kynni að hafa almenna þýðingu í málum sem berast umboðsmanni og varða málefni þjóðkirkjunnar og aðkomu ráðuneytisins að þeim málum. Þar sem svör ráðuneytisins vegna málsins bárust ekki fyrr en um tíu mánuðum eftir að upphaflegum svarfresti, en þá hafði erindið verið ítrekað fimm sinnum, lauk minnti umboðsmaður ráðuneytið jafnframt á að svara erindum sínum innan hæfilegs tíma.

1997, nr. 78. Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. - 4. gr.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - 3. mgr. 6. gr., a-liður 2. mgr. 10. gr.

2006, nr. 234. Starfsreglur um kjör til kirkjuþings. - 6. gr.