Menntamál. Grunnskólar.

(Mál nr. 7228/2012)

A kvartaði yfir breyttum inntökuskilyrðum í sérskóla fyrir börn með þroskahömlun.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 28. nóvember 2012.

Af kvörtun A varð ekki séð að hún hefði leitað með málið til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem fer með yfirstjórn málefna sem grunnskólalögin taka til. Þá hefur ráðherra úrskurðarvald í ágreiningsmálum eftir því sem lögin kveða á um og ráðuneyti hans hefur eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem lögin, reglugerðir og reglur settar samkvæmt þeim og aðalnámskrá grunnskóla kveða á um. Umboðsmaður taldi því ekki uppfyllt lagaskilyrði að svo stöddu til að geta fjallað um málið. Hann lauk umfjöllun sinni um það en tók fram að ef hún færi þá leið að leita með málið til ráðuneytisins og væri enn ósátt að fenginni afstöðu þess væri henni að sjálfsögðu heimilt að leita til sín á ný.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - 3. mgr. 6. gr., 1. mgr. 10. gr.