Menntamál. Háskólar.

(Mál nr. 7206/2012)

A kvartaði yfir meðferð Háskóla Íslands og áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema á máli sem varðaði umsókn hennar um að hefja meistaranám við HÍ.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi. 28. nóvember 2012.

Í skýringum áfrýjunarnefndarinnar til umboðsmanns kom fram að nefndin hefði ritað A bréf og óskað eftir því að efni kvörtunarinnar yrði afmarkað nánar. Svara hennar væri nú beðið. Þar sem málinu var ekki lokið af hálfu nefndarinnar voru ekki skilyrði að svo stöddu til að taka kvörtunina til frekari meðferðar. Umboðsmaður lauk því athugun sinni á málinu en benti A á að ef hún væri í vafa um hvað fælist í beiðni nefndarinnar um nánari tilgreiningu á erindinu ætti hún þess kost, í samræmi við leiðbeiningarskyldu stjórnvalda, að óska eftir frekari leiðbeiningum nefndarinnar um hvernig rétt væri að gera erindið úr garði. Þá tók umboðsmaður fram að ef A teldi enn á rétt sinn hallað að fenginni endanlegri niðurstöðu nefndarinnar í málinu ætti hún þess að sjálfsögðu kost að leita til sín á nýjan leik með sérstaka kvörtun þar að lútandi.

1993, nr. 37. Stjórnsýslulög. - 7. gr.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - 3. mgr. 6. gr., 1. mgr. 10. gr.