Lögreglu- og sakamál. Niðurfelling máls.

(Mál nr. 7250/2012)

A kvartaði yfir ákvörðun ríkissaksóknara þar sem felld var úr gildi ákvörðun lögreglu um að frávísun á lögreglukæru A og lagt fyrir lögreglu að taka málið til rannsóknar vegna rökstudds grunar um að tiltekinn einstaklingur hefði brotið af sér. Hins vegar taldi ríkissaksóknari ekki tilefni til að hefja rannsókn gagnvart tilteknum lögaðila þar sem háttsemi hans var ekki talin falla undir verknaðarlýsingu refsiákvæða sem áttu við í málinu. A taldi því að ríkissaksóknari hefði ekki farið fram á fullnaðarrannsókn málsins.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 28. nóvember 2012.

Umboðsmaður fékk ekki betur séð en að umrædd refsiákvæði vörðuðu eingöngu einstaklinga en ekki lögaðila og taldi því ekki tilefni til að gera athugsemdir við niðurstöðu ríkissaksóknara. Að öðru leyti fékk umboðsmaður ekki annað ráðið en að kvörtun A lyti að ákvörðun sem var honum hagfelld. Hann taldi því ekki tilefni til að fjalla frekar um kvörtunina að svo komnu máli og lauk athugun sinni.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - 1. mgr. 10. gr.