Sveitarfélög.

(Mál nr. 7219/2012)

A og B kvörtuðu yfir málsmeðferð sveitarfélags vegna ágreinings um bætur vegna skerðingar á lóðarréttindum.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 30. nóvember 2012.

Samskiptin sem A og B kvörtuðu yfir hófust árið 2000 og því ferli lauk með dómi Hæstaréttar sem var kveðinn upp á árinu 2009. Svör sveitarfélagsins við erindi, þar sem A og B óskuðu skýringa á því hvers vegna ákveðið hefði verið að halda áfram eignarnámsferli eftir að dómur Hæstaréttar um stærð lóðarinnar var kveðinn upp árið 2005, barst þeim 2. febrúar 2011 en kvörtun þeirra til umboðsmanns var dagsett 22. október 2012. Þar sem liðið var meira en eitt ár frá því að þeir atburðir sem kvörtunin beindist að áttu sér stað fékk umboðsmaður ekki séð að uppfyllt væru skilyrði að lögum til að fjalla um hana. Af kvörtuninni varð ekki ráðið að aðrar ákvarðanir eða athafnir stjórnvalda væru í málinu sem féllu innan frestsins. Umboðsmaður taldi sér því ekki unnt að taka málið til athugunar og lauk meðferð þess.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - 2. mgr. 6. gr., 1. mgr. 10. gr. laga