Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 7174/2012)

Hinn 25. september 2012 kvartaði A yfir því að mál sem var lagt fyrir ríkistollanefnd í september 2011 hefði ekki hlotið afgreiðslu þrátt fyrir endurteknar ítrekanir og að hún hefði aldrei verið upplýst um ástæður tafanna.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 30. nóvember 2012.

Í skýringum ríkistollanefndar kom fram að úrskurður hefði verið kveðinn upp í málinu 11. október 2012. Þar sem kvörtunin laut að málshraða og svar hafði nú borist við erindinu til nefndarinnar taldi umboðsmaður ég ekki ástæðu til þess að aðhafast frekar í málinu. Hann lauk því meðferð sinni á því en ákvað þó að rita ríkistollanefnd bréf þar sem hann gerði athugasemdir við að úrskurður í málinu hefði ekki verið kveðinn upp fyrr en ári eftir að gagnaöflun lauk og engar skýringar á því væri að finna í úrskurðinum eða skýringum nefndarinnar. Umboðsmaður benti nefndinni því á að huga betur að málshraðareglu stjórnsýslulaga.

1993, nr. 37. Stjórnsýslulög. - 9. gr.

1997, 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - a-liður 2. mgr. 10. gr.