Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 7246/2012)

Hinn 5. nóvember 2012 kvartaði A yfir því að kæra sem hann lagði fram hjá ríkissaksóknara á hendur lögreglumanni 2. febrúar 2012 hefði ekki enn verið afgreidd. A óskað upplýsinga um hvað afgreiðslu kærunnar 4. apríl og 9. október 2012 en fékk ekki svör.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni með bréfi 28. nóvember 2012.

Í skýringum ríkissaksóknara kom fram að kæran biði afgreiðslu en vegna málafjölda og álags hafi ekki reynst unnt að afgreiða málið. Stefnt var að því að taka málið til meðferðar fyrir áramót. Umboðsmaður taldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna málsins að svo stöddu og lauk meðferð sinni á því. Hann tók hins vegar fram að ef málið yrði ekki afgreitt innan þess tíma sem ríkissaksóknari tilgreindi í skýringum sínum gæti A leitað til sín að nýju með sérstaka kvörtun þar að lútandi.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - a-liður 2. mgr. 10. gr.