Svör við erindum. Umsóknir og ákvörðunartaka.

(Mál nr. 7014/2012)

Hinn 10. maí 2012 kvartaði A hf. yfir töfum á afgreiðslu velferðarráðuneytisins á erindi félagsins frá 1. nóvember 2011 vegna gjaldtöku til að standa straum af rekstrarkostnaði umboðsmanns skuldara. Hinn 8. desember 2011 og 18. janúar 2012 var óskað eftir upplýsingum um hvenær mætti vænta ákvörðunar í málinu en engin viðbrögð bárust.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 28. nóvember 2012.

Í skýringum velferðarráðuneytisins til umboðsmanns vegna málsins kom fram að erindinu hefði verið svarað 13. nóvember 2012. Þar erindinu hafði verið svarað taldi umboðsmaður ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu og lauk því. Hann ritaði velferðarráðuneytinu hins vegar bréf og gerði athugasemdir við málshraða þess í málinu.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - a-liður 2. mgr. 10. gr.