Almannatryggingar. Félagsleg aðstoð.

(Mál nr. 7047/2012)

A kvartaði yfir úrskurði úrskurðarnefndar almannatrygginga þar sem staðfest var niðurstaða Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn hennar og B um um styrk til bifreiðakaupa vegna fjölfatlaðs sonar þeirra. Synjunin var byggð á því að að Sjúkratryggingar Íslands hefðu þegar samþykkt umsókn þeirra um lyftubúnað í bifreið og þannig hefði verið komið til móts við þarfir sonar þeirra.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 19. desember 2012.

Á meðan á athugun umboðsmanns á málinu stóð aflaði úrskurðarnefndin tiltekinna upplýsinga frá tryggingastofnun og ákvað í framhaldi af því að taka mál A til nýrrar meðferðar með vísan til þess að það hefði ekki verið nægilega upplýst áður en ákvörðun var tekin í því. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu að svo stöddu en tók fram að ef A teldi á rétt sinn hallað að fenginni nýrri niðurstöðu nefndarinnar ætti hún kost á að leita til sín að nýju.

1993, nr. 37. Stjórnsýslulög. - 10. gr.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis - a-liður 2. mgr. 10. gr.

2007, nr. 99. Lög um félagslega aðstoð. - 3. mgr. 10. gr.

2009, nr. 170. Reglugerð um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða - 5. gr.