Almannatryggingar. Sjúkratryggingar.

(Mál nr. 7271/2012)

A kvartaði yfir synjun Sjúkratrygginga Íslands á umsókn um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðar til kjálkaskurðlæknis.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 14. desember 2012. Af kvörtuninni varð ekki ráðið að

A hefði kært synjun Sjúkratrygginga Íslands til úrskurðarnefndar almannatrygginga. Umboðsmaður taldi sér því ekki unnt að taka málið til athugunar að svo stöddu og lauk meðferð sinni á málinu. Hann benti A hins vegar á að ef hún teldi sig enn rangindum beitta að fenginni úrlausn úrskurðarnefndarinnar gæti hún leitað til sín að nýju. Ef dráttur yrði á svörum nefndarinnar við erindi hennar gæti hún jafnframt leitað til sín með sérstaka kvörtun þar að lútandi.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - 3. mgr. 6. gr., 1. mgr. 10. gr.

2008, nr. 112. Lög um sjúkratryggingar. - 36. gr.