Kirkjumál- og trúfélög.

(Mál nr. 7320/2012)

Í kvartaði yfir því að tilgreind ákvæði í lögum um skráð trúfélög brytu í bága við trúfrelsi og girtu fyrir stofnun trúfélaga sem grundvölluð væru á nýjum kennisetningum sem ekki ættu sér sögulegar rætur.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 31. desember 2012.

Umboðsmaður tók fram að starfssvið umboðsmanns tæki ekki til starfa Alþingis, þar með talið að fjalla um hvernig til hefði tekist með löggjöf sem Alþingi hefði sett. Þar sem kvörtun A beindist ákvæðum laga voru ekki skilyrði til þess taka hana til frekari meðferðar. Umboðsmaður benti A hins vegar á að hann gæti komið athugasemdum sínum á framfæri við Alþingi, einstaka alþingismenn og/eða innanríkisráðuneytið sem fer með framkvæmd viðkomandi laga. Umboðsmaður lauk athugun sinni á málinu.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. – a-liður 3. mgr. 3. gr., 1. mgr. 10. gr.

1999, nr. 108. Lög um skráð trúfélög.