Opinber innkaup.

(Mál nr. 7210/2012)

A kvartaði yfir ákvæðum í reglum Vegagerðarinnar um gerð útboðslýsinga og taldi þau útiloka nýja aðila frá því að að bjóða í verk. Um það vísaði til þess að m.a. væri gerður áskilnaður um að bjóðandi hefði á síðastliðnum fimm árum unnið við a.m.k. eitt verkefni svipaðs eðlis fyrir verkkaupa eða annan aðila, að yfirstjórnendur hefðu á síðastliðnum fimm árum stjórnað a.m.k. einu verki svipaðs eðlis fyrir verkkaupa eða annan aðila, að bjóðandi ynni samkvæmt skilgreindu gæðastjórnunarkerfi og skyldi hann eða stjórnendur verksins hafa unnið gæðastjórnunarkerfi í að minnsta kosti einu verki.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 19. desember 2012.

Í ljósi þess hvernig kvörtun A var úr garði gerð taldi umboðsmaður rétt að fyrirtækið freistaði þess að bera kvörtunarefnið undir Samkeppniseftirlitið og lauk athugun sinni á málinu. Hann tók þó fram að A gæti leitað til sín að nýju með kvörtun ef það teldi úrlausn Samkeppniseftirlitsins óviðunandi og að fyrirtæki væri enn beitt rangindum.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - 3. mgr. 6. gr., 1. mgr. 10. gr.

2005, nr. 44. Samkeppnislög. - c-liður 1. mg. 8. gr., b-liður 1. mgr. 16. gr.

2007, nr. 84. Lög um opinber innkaup.