Skattar og gjöld. gjald vegna rekstarkostnaðar umboðsmanns skuldara.

(Mál nr. 7192/2012)

A ohf., opinber lánasjóður, kvartaði yfir álagningu gjalda vegna greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara árin 2010 og 2011.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 19. desember 2012.

Lagareglum um innheimtu á gjaldinu var breytt frá og með innheimtu vegna ársins 2012, m.a. á þá leið að skylda lánasjóðsins til að greiða gjaldið var felld niður. Ágreiningurinn snerist því um það hvort lánasjóðurinn ætti kröfu á því að fá endurgreidd gjöld sem hann greiddi árin 2010 og 2011 og þau sjónarmið sem færð voru fram í kvörtun sjóðsins til umboðsmanns lutu að hugsanlegum málsástæðum til stuðnings þeirri kröfu. Umboðsmaður taldi eðlilegt að dómstólar leystu úr þeim réttarágreiningi og lauk því afskiptum sínum af málinu.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - c-liður 2. mgr. 10. gr.

2010, nr. 100. Lög um umboðsmann skuldara. - 5. gr., bráðabirgðaákvæði III

2011, nr. 166. Lög um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, - 4. mgr. 1. gr.