Skattar og gjöld. Tekjuskattur.

(Mál nr. 7268/2012)

A kvartaði yfir úrskurði ríkisskattstjóra um endurákvörðun álagningar fyrir árið 2012 sem leiddi til þess að barnabætur hennar lækkuðu.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 19. desember 2012.

Af kvörtun A varð ekki ráðið að hún hefði skotið úrskurði ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar. Umboðsmaður taldi sér því ekki unnt að taka málið til athugunar að svo stöddu og lauk meðferð málsins. Hann benti A hins vegar á að ef hún leitaði til yfirskattanefndar og teldi sig enn beitta rangindum að fenginni úrlausn nefndarinnar gæti hún leitað til sín að nýju. Þá tók umboðsmaður fram að ef dráttur yrðu á svörum yfirskattanefndar við erindi hennar gætu hún jafnframt leitað til sín með sérstaka kvörtun þar að lútandi.

1992, nr. 30. Lög um yfirskattanefnd. - 5. gr.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis.- 3. mgr. 6. gr., 1. mgr. 10. gr.

2003, nr. 90. Lög um tekjuskatt. - 100. gr.