Skattar og gjöld. Virðisaukaskattur.

(Mál nr. 7277/2012)

A kvartaði yfir því að réttur til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu manna við byggingu og endurbætur á íbúðar- og frístundahúsum næði ekki til samsvarandi vinnu við byggingu og endurbætur á hesthúsum. Kvörtunin laut jafnframt almennt að þeirri mismunun sem A taldi leiða af breytingu á virðisaukaskattslöggjöfinni sem fól í sér tímabundna hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 19. desember 2012.

Umboðsmaður tók fram að starfssvið umboðsmanns næði ekki til starfa Alþingis. Því félli utan starfssviðs umboðsmanns að fjalla um hvernig til hefði tekist með löggjöf sem Alþingi hefði samþykkt. Þar sem umboðsmaður fékk ekki betur séð en að þau atriði sem vikið var að í kvörtun A lytu öll að þáttum sem löggjafinn hefði með skýrum hætti tekið afstöðu til voru ekki skilyrði til þess að taka málið til frekari athugunar. Umboðsmaður lauk því athugun sinni á málinu.

1988, nr. 50. Lög um virðisaukaskatt. - 2. mgr. 42. gr., XV. ákvæði til bráðabirgða.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - a-liður 3. mgr. 3. gr., 1. mgr. 10. gr.

2008, nr. 75. Lög um frístundahús og leigu lóða undir frístundahús. - 2. tölul. 1. mgr. 2. gr.