Svör við erindum. Aðgangur að gögnum.

(Mál nr. 7194/2012)

Hinn 4. október 2012 kvartaði A yfir því að Þjóðskrá Íslands hefði ekki svarað erindi frá 29. ágúst 2012 varðandi aðgang að gögnum í vörslum stofnunarinnar.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 19. desember 2012.

Í skýringum Þjóðskrár Íslands til umboðsmanns vegna málsins kom fram að A hefðu verið send gögnin með bréfi 5. nóvember 2012. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að taka málið til frekari meðferðar og lauk athugun sinni á því. Hann leiðbeindi A jafnframt um að ef hann væri ósáttur við afgreiðslu Þjóðskrár Íslands á erindinu gæti hann skotið málinu til innanríkisráðuneytisins.

1993, nr. 37. Stjórnsýslulög. - 19. gr., 26. gr.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - a-liður 2. mgr. 10. gr.