Svör við erindum. Fyrirspurnir.

(Mál nr. 7289/2012)

Hinn 3. desember 2012 kvartaði A yfir töfum á afgreiðslu velferðarráðuneytisins á erindi sem hann sendi ráðuneytinu 22. nóvember 2012.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 19. desember 2012.

Þegar A leitaði til umboðsmanns voru rétt rúmar þrjár vikur liðnar frá því að hann lagði erindi sitt fram í ráðuneytinu. Umboðsmaður tók því fram að hann hefði almennt talið eðlilegt að gefa stjórnvöldum heldur meira svigrúm til að svara einstökum erindum en næmi þeim tíma áður en hann hefði afskipti af máli. Umboðsmaður taldi því ekki ástæðu til að spyrjast fyrir um málið hjá ráðuneytinu en tók fram að ef A hefði ekki borist svar fyrir lok janúar 2013 gæti hann leitað til sín að nýju.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - 1. mgr. 10. gr.