Svör við erindum. Umsóknir og ákvörðunartaka.

(Mál nr. 7258/2012)

Hinn 12. nóvember 2012 kvartaði A yfir töfum á afgreiðslu umsóknar hans um hæli á íslandi.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 14. desember 2012.

Í skýringum innanríkisráðuneytisins til umboðsmanns vegna málsins kom fram að A hefði kært ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn hans 23. maí 2012 og að fyrirhugað væri að ljúka afgreiðslu málsins í lok febrúar 2013. Umboðsmaður taldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna málsins og lauk athugun sinni á því. Hann tók hins vegar fram að ef frekari tafir yrðu á afgreiðslu málsins umfram það tímamark sem tilgreint var í skýringum ráðuneytisins gæti A leitað til sín á ný.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - a-liður 2. mgr. 10. gr.