Svör við erindum. Umsóknir og ákvörðunartaka.

(Mál nr. 7266/2012)

Hinn 8. nóvember 2012 kvartaði A yfir töfum á afgreiðslu siglinganefndar á umsókn um greiðslu kostnaðar af læknismeðferð í Bandaríkjunum.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 19. desember 2012.

Í skýringum siglinganefndar til umboðsmanns vegna málsins kom fram að stefnt væri að því að ljúka málinu á fundi 4. desember 2012. Síðar bárust umboðsmanni upplýsingar um að nefndin hefði lokið umfjöllun sinni um málið og niðurstaðan verið kynnt A. Þar sem kvörtunin laut að málshraða taldi umboðsmaður ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu og lauk því.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - a-liður 2. mgr. 10. gr.