Svör við erindum.

(Mál nr. 7240/2012)

Hinn 4. nóvember 2012 kvartaði A yfir því að bætur hans frá Tryggingastofnun ríkisins hefðu ekki verið greiddar út þrátt fyrir að sér hefði borist tölvupóstur þar sem fram kom að bótagreiðslur myndu hefjast á ný í nóvember.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 7. desember 2012.

Í skýringum tryggingastofnunar kom fram að A hefðu verið greiddar bætur 6. nóvember 2012 en að ákveðin gögn vantaði varðandi búsetu hans og honum hefði því verið veittur frestur fram yfir áramót til að leggja þau fram. Umboðsmaður taldi því ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu og lauk athugun sinni á því. Hann benti A hins vegar á að ef upp kæmi ágreiningur um bótarétt A eða ef hann yrðu ósáttur við ákvörðun tryggingastofnunar í máli hans gæti hann skotið því til úrskurðarnefndar almannatrygginga.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - a-liður 2. mgr. 10. gr.

2007, nr. 100. Lög um almannatryggingar. - 7. gr.