Tolleftirlit.

(Mál nr. 7300/2012)

A kvartaði yfir því að nánar tilgreindum tilmæli á vefsíðu tollstjóraembættisins væru ekki í samræmi við stjórnarskrá, lög eða vandaða stjórnsýsluhætti.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 20. desember 2012.

Umboðsmaður tók fram að fjármála- og efnahagsráðherra færi með æðstu stjórn tollamála í landinu og tollstjóri færi með tollamálefni í umboði ráðherra með þeim hætti sem kveðið er á um í lögum. Þá færi fjármála- og efnahagsráðherra með eftirlit með því að tollstjóri rækti skyldur sínar samkvæmt tollalögum. Í ljósi yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks ráðherra taldi umboðsmaður rétt að A freistaði þess að leita með erindi sitt til fjármála- og efnahagsráðuneytisins áður en það kæmi til umfjöllunar hjá sér. Umboðsmaður lauk því athugun sinni á málinu.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - 3. mgr. 6. gr., 1. mgr. 10. gr.

2005, nr. 88. Tollalög. - 38. gr.

2012, nr. 100. Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands - 2. tölul. C-liðar 3. gr.