Útlendingar. Málefni hælisleitenda.

(Mál nr. 7286/2012)

A, hælisleitandi, kvartaði yfir því að í tengslum við sendingu til annars ríkis á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, hefði hann verið handtekinn, orðið fyrir valdbeitingu af hálfu lögreglumanns og lögregla hefði tekið af sér 420.000 kr.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 14. desember 2012.

Umboðsmaður benti A á að leita til innanríkisráðherra sem æðsta yfirmanns lögreglunnar í landinu og leggja fram kvörtun vegna málsins. Ef hann teldi sig enn beittan rangindum að fenginni niðurstöðu innanríkisráðuneytisins í málinu gæti hann leitað til sín á ný vegna málsins.

1996, nr. 90. Lögreglulög. - 4. gr.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - 3. mgr. 6. gr., a-liður 2. mgr. 10. gr.

2012, nr. 100. Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands