Almannatryggingar. Lífeyristryggingar.

(Mál nr. 7336/2012)

A kvartaði yfir afgreiðslu úrskurðarnefndar almannatrygginga á kæru hennar á ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að hafna því að miða lífeyrisgreiðslur til hennar við búsetutíma eiginmanns hennar hér á landi.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 28. janúar 2013.

Af gögnum málsins varð ekki annað ráðið en að meðferð úrskurðarnefndar almannatrygginga á máli A væri ólokið. Umboðsmaður taldi því að ekki væri fullnægt lagaskilyrði til að taka kvörtunina til meðferðar að svo stöddu og lauk málinu. Hann tók þó fram að ef A teldi enn á rétt sinn hallað að fenginni niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar í málinu ætti hún þess að sjálfsögðu kost að leita til sín á nýjan leik með sérstaka kvörtun þar að lútandi.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. – 3. mgr. 6. gr., 1. mgr. 10. gr.

2007, nr. 100. Lög um almannatryggingar. – 17. gr.