Fæðingar- og foreldraorlof.

(Mál nr. 7361/2012)

A kvartaði yfir því að vinnuveitendur teldu foreldra ekki vinna sér inn orlof á launum á meðan taka fæðingarorlofs stæði yfir. Í kvörtuninni kom fram fram að fæðingarorlofssjóður greiddi ekki orlofslaun á greiðslur sínar og vinnuveitandi veitti ekki sumarfrí á launum fyrir þennan tíma en slíkt taldi A ekki samrýmast lögum.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 31. janúar 2013.

Þar sem umboðsmaður fékk ekki séð að erindi A lyti að tiltekinni ákvörðun í máli hennar heldur fæli í sér almennar athugasemdir við fyrirkomulag fæðingarorlofs taldi umboðsmaður ekki uppfyllt skilyrði til þess að taka erindið til frekari athugunar og lauk athugun sinni á málinu. Hann benti A hins vegar á að hún gæti borið ákvarðanir fæðingarorlofssjóðs undir úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála. Að fenginni niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar gæti einstaklingur sem telur sig rangsleitni beittan leitað til sín með kvörtun.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis - 2. mgr. 4. gr., 3. mgr. 6. gr., 1. mgr. 10. gr.

2000, nr. 95. Lög um fæðingar- og foreldraorlof- 3. mgr. 5. gr., 14. gr.