Húsnæðismál. Íbúðalánasjóður.

(Mál nr. 7234/2012)

A kvartaði yfir því að Íbúðalánasjóður hefði hafnað beiðni hans um að leysa til sín fasteign og afskrifa lán sem hvíldi á henni. Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 10. janúar 2013. Af kvörtuninni varð ekki ráðið að A hefði borið mál sitt undir úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála. Umboðsmaður taldi því ekki unnt að taka kvörtunina til frekari skoðunar að svo stöddu og lauk málinu. Hann tók hins vegar fram að ef A teldi sig enn beittan rangindum að fenginni niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar gæti hann leitað til sín með sérstaka kvörtun þar að lútandi. Ef dráttur yrði á svörum úrskurðarnefndarinnar gæti hann jafnframt leitað til sín með sérstaka kvörtun þar að lútandi.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - 3. mgr. 6. gr., 1. mgr. 10. gr.

1998, nr. 44. Lög um húsnæðismál - 42. gr.