Mannanöfn.

(Mál nr. 7302/2012)

A kvartaði yfir afstöðu Þjóðskrár Íslands til þess hvernig skýra bæri tiltekið ákvæði í lögum um mannanöfn og taldi hana brjóta gegn þeirri vernd lögleyfðra ættarnafna sem lögunum væri m.a. ætlað að tryggja.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 10. janúar 2013.

Í ljósi hlutverks innanríkisráðherra samkvæmt lögum um mannanöfn taldi umboðsmaður rétt að A freistaði þess að bera erindi sitt undir ráðherra áður en það kæmi til frekari umfjöllunar hjá sér. Hann tók hins vegar fram að ef A teldi hallað á rétt sinn að fenginni niðurstöðu innanríkisráðuneytisins ætti hann að sjálfsögðu kost á því að leita til sín á ný.

1996, nr. 45. Lög um mannanöfn. - 4. mgr. 7. gr., 27. gr.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - 3. mgr. 6. gr., 1. mgr. 10. gr.

2012, nr. 100. Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði íslands. - 3. tölul. D-liðar 4. gr.