Skattar og gjöld. Afslættir og bætur.

(Mál nr. 7346/2012)

A kvartaði yfir úrskurði ríkisskattstjóra vegna synjunar á greiðslu vaxtabóta.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 24. janúar 2013.

Af kvörtun A varð ekki ráðið að hún hefði skotið úrskurði ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar. Umboðsmaður taldi sér því ekki unnt að taka málið til meðferðar að svo stöddu og lauk athugun sinni á því. Hann benti A hins vegar á að ef hún teldi sig enn beitta rangindum að fenginni úrlausn yfirskattanefndar gæti hún leitað til sín að nýju.

1992, nr. 30. Lög um yfirskattanefnd - 1. mgr. 5. gr.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis - 3. mgr. 6. gr., 1. mgr. 10. gr.

2003, nr. 90. Lög um tekjuskatt. - 100. gr.