Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 7294/2012)

Hinn. 6. desember 2012 kvörtuðu A og B yfir því að velferðarráðuneytið hefði ekki enn úrskurðað í máli vegna stjórnsýslukæru frá 2. mars 2012 vegna synjunar Ábyrgðarsjóðs launa á umsókn um greiðslu launa vegna gjaldþrots fyrirtækis.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 28. janúar 2013.

Í skýringum velferðarráðuneytisins til umboðsmanns vegna málsins kom fram að gagnaöflun væri lokið og úrskurðað yrði í málinu í febrúar 2013. Umboðsmaður taldi því ekki ástæðu til þess að aðhafast frekar í málinu en tók fram að ef frekari tafir yrðu á því eða ef ráðuneytið lyki ekki umfjöllun sinni um málið innan þeirra tímamarka sem það tilgreindi væri þeim frjálst að leita til sín að nýju.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - a-liður 2. mgr. 10. gr.