Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 7297/2012)

Hinn 7. desember 2012 kvartaði A yfir því að innanríkisráðuneytið hefði ekki afgreitt kæru hans á ákvörðun Útlendingastofnunar um að hafna því að taka umsókn hans um hæli til meðferðar og endursenda hann til Ítalíu.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 28. janúar 2013.

Í skýringum innanríkisráðuneytisins til umboðsmanns vegna málsins kom fram að ráðuneytið hefði komist að niðurstöðu í málinu og myndi tilkynna A um hana innan skamms. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna kvörtunarinnar og lauk athugun sinni.

1997. nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - a-liður 2. mgr. 10. gr.