Svör við erindum.

(Mál nr. 7307/2012)

Hinn 13. desember 2012 kvartaði A ehf. yfir því að erindi fyrirtækisins til Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins 26. nóvember 2012 vegna dreifingar á jólabjór í verslanir stofnunarinnar hefði ekki verið svarað þrátt fyrir að það hefði verið ítrekað.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 29. janúar 2013.

Í tilefni af athugun sinni á málinu barst umboðsmann bréf ÁTVR til A ehf., dags. 21. desember 2012, þar sem erindinu var svarað. Umboðsmaður lauk því athugun sinni en benti A ehf. á að ef fyrirtækið væri ósátt við úrlausn málsins gæti það freistað þess að bera umkvörtunarefnið undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Ef fyrirtækið teldi sig enn beitt rangindum að fenginni niðurstöðu ráðuneytisins gæti það leitað til sín að nýju.

1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - a-liður 2. mgr. 10. gr.

2011, nr. 86. Lög um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - 15. gr.

2012, nr. 100. Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands - 2. tölul. H-liðar 3. gr.