Útlendingar. Málefni hælisleitenda.

(Mál nr. 7261/2012)

A, hælisleitandi, leitaði til umboðsmanns Alþingis og kvartaði yfir því að greiðslum til hans hefði verið hætt án þess að honum væru kunnugar ástæður þess.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 31. janúar 2013.

Í skýringum Reykjanesbæjar til umboðsmanns kom fram að A væri kominn aftur í þjónustu hjá sveitarfélaginu. Jafnframt bárust upplýsingar frá A um að honum hefðu tekið að berast greiðslur á ný. Umboðsmaður taldi því ekki ástæðu til að halda athugun málsins áfram og lauk meðferð sinni á því.