Námslán og námsstyrkir. Heimild til að draga félagsgjald til SÍNE af námsláni.

(Mál nr. 381/1991)

Máli lokið með bréfi, dags. 8. febrúar 1991.

A kvartaði yfir því, að Lánasjóður íslenskra námsmanna drægi frá reiknuðu námsláni sínu félagsgjald til Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE).

Í bréfi mínu til A, dags. 8. febrúar 1991, sagði m.a. svo:

"Samkvæmt 3. mgr. 16. gr. laga nr. 72/1982, um námslán og námsstyrki, er menntamálaráðherra heimilt, "...að ákveða í reglugerð að námsmenn utan Háskóla Íslands skuli greiða hagsmunasamtökum sínum hliðstætt gjald og Stúdentaráð Háskóla Íslands fær til sinna nota af innritunargjaldi. Á sama hátt getur ráðherra ákveðið að Lánasjóðurinn innheimti gjald þetta, þegar útborgun námsaðstoðar fer fram." Í 46. gr. reglugerðar nr. 578/1982 um námslán og námsstyrki, sbr. reglugerð nr. 381/1986, kemur fram, að óski stjórn SÍNE eftir því, skuli Lánasjóðurinn draga félagsgjald til samtakanna frá útborguðu láni til námsmanna erlendis, og á það að vera hliðstætt hlut Stúdentaráðs Háskóla Íslands í innritunargjöldum Háskólans."

Með tilvísun til framangreindra lagaheimilda, tjáði ég A að það væri niðurstaða mín, að málavextir í máli því, sem kvörtun hans lyti að, gæfu ekki tilefni til frekari afskipta af minni hálfu.