Fullnaðarúrskurðir tryggingaráðs. Kæruheimild.

(Mál nr. 1962/1996)

A kvartaði yfir bréfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins þar sem sagði, að úrskurðir tryggingaráðs sættu ekki kæru til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra samkvæmt 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í bréfi, sem ég ritaði A hinn 17. desember 1996 sagði meðal annars svo: "Samkvæmt 5. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar, kýs Alþingi fimm menn í tryggingaráð og aðra fimm til vara. Auk þeirra starfa, sem 6. gr. laganna mælir fyrir um, er tryggingaráði falið úrskurðarvald í ágreiningsmálum um grundvöll, skilyrði eða upphæð bóta, sbr. 7. gr. laga nr. 117/1993. Með hliðsjón af framansögðu, er það skoðun mín, að telja verði úrskurði tryggingaráðs fullnaðarúrskurði í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sem ekki verði kærðir til ráðuneytis."