Grunnskólar. Málskot til æðra stjórnvalds. Einkaskólar.

(Mál nr. 2011/1997)

Í bréfi sínu til A, dags. 30. janúar 1997, tók umboðsmaður fram, að samkvæmt 56. gr. laga nr. 66/1995, um grunnskóla, hlíti einkaskólar, sem starfa samkvæmt reglugerð eða skipulagsskrá sem ráðuneyti staðfesti, sama eftirliti og aðrir grunnskólar. Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. laga nr. 66/1995 taki skólanefnd mál er varða hegðun barna til meðferðar, takist ekki að leysa þau innan skólans. Leysi nefndin ekki málið þannig að allir aðilar þess séu sáttir verði því vísað til menntamálaráðuneytisins, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 66/1995. Þar sem Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur og menntamálaráðuneytið höfðu ekki fjallað um mál A taldi umboðsmaður skilyrði laga ekki uppfyllt til þess að hann gæti fjallað frekar um málið.