Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga. Starfssvið umboðsmanns Alþingis. Félagsþjónusta.

(Mál nr. 2190/1997)



Umboðsmaður taldi, að þegar lög heimiluðu sveitarstjórn að byggja ákvarðanir sínar á frjálsu mati með þeim hætti sem gert er í lögum nr. 40/1991, leiddi það af stjórnarskrárvörðum sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga að hvorki úrskurðarnefnd um félagsþjónustu né umboðsmaður gætu hróflað við því mati, enda byggðist það á lögmætum sjónarmiðum og væri í samræmi við lög að öðru leyti.