Starfssvið umboðsmanns Alþingis og skilyrði þess að umboðsmaður fjalli um kvörtun. Dómstólar. Nauðungaruppboð.

(Mál nr. 492/1991)

Máli lokið með bréfi, dags. 3. október 1991.
A kvartaði yfir meðferð uppboðshaldara á máli, er varðaði nauðungarsölu á bifreið hans. Í bréfi mínu, dags. 3. október 1991, tók ég fram að uppboðshaldari færi með nauðungaruppboðsmál sem dómari og teldist meðferð hans á slíku máli því til dómsathafna. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 13/1987 um umboðsmann Alþingis, sbr. 4. tl. 3. gr. reglna nr. 82/1988 um störf og starfshætti umboðsmanns Alþingis, tæki starfssvið umboðsmanns til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, en næði hins vegar ekki til dómsathafna. Væru því ekki fyrir hendi skilyrði til þess, að ég gæti haft afskipti af málinu.