Starfssvið umboðsmanns Alþingis og skilyrði þess að umboðsmaður fjalli um kvörtun. Málskot til æðra stjórnvalds vegna ákvarðana Vegagerðar ríkisins.

(Mál nr. 538/1991)

Máli lokið með bréfi, dags. 30. desember 1991.

Vegagerð ríkisins neitaði A um greiðslu reikninga vegna viðhalds girðingar, sem reist hafði verið við veg, er lá um jörð A. Ég benti A á, að neitun Vegagerðar ríkisins fæli í sér ákvörðun, sem skjóta mætti til samgönguráðuneytisins. Tók ég fram, að ekki væru uppfyllt skilyrði laga til þess að ég fjallaði um málið, þar sem samgönguráðuneytið hefði ekki fellt úrskurð sinn í málinu, enda yrði ekki kvartað til umboðsmanns Alþingis, fyrr en æðra stjórnvald hefði fellt úrskurð í máli, væri stjórnleg kæra heimil.