Starfssvið umboðsmanns Alþingis og skilyrði þess að umboðsmaður fjalli um kvörtun. Málskot til æðra stjórnvalds. Synjun um rannsókn máls verður skotið til ríkissaksóknara.

(Mál nr. 437/1991)

Máli lokið með bréfi, dags. 22. ágúst 1991.

Rannsóknarlögregla ríkisins taldi sig ekki hafa nægileg gögn í höndum til þess að hefja rannsókn máls, sem A hafði kært. Ég greindi A frá þeirri skoðun minni, að samkvæmt 1. mgr. 42. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála gæti A borið undir ríkissaksóknara framangreinda ákvörðun rannsóknarlögreglu ríkisins. Greindi ég A frá því, að á meðan ríkissaksóknari hefði ekki fjallað um málið og tekið ákvörðun í því, gæti ég ekki látið kvörtun hans frekar til mín taka, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 13/1987 um umboðsmann Alþingis.