Starfssvið umboðsmanns Alþingis og skilyrði þess að umboðsmaður fjalli um kvörtun. Einkaréttarleg samningsatriði. Aðild að stéttarfélagi.

(Mál nr. 493/1991)

Máli lokið með bréfi, dags. 19. desember 1991.

A leitaði eftir svörum við þeirri spurningu hvaða stéttarfélagi hann ætti að vera í og greiða félagsgjöld til. Í bréfi mínu til A, dags. 19. desember 1991, benti ég á að um væri að ræða mál, sem ekki yrði séð að félli undir viðfangsefni ríkis eða sveitarfélaga. Af því leiddi, að ég gæti ekki haft afskipti af málinu, þar sem starfssvið umboðsmanns næði aðeins til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.