Starfssvið umboðsmanns Alþingis og skilyrði þess að umboðsmaður fjalli um kvörtun. Lagasetning Alþingis. Samningur um Evrópska efnahagssvæðið.

(Mál nr. 737/1992)

Máli lokið með bréfi, dags. 29. desember 1992.

A kvartaði við mig yfir samningi um Evrópska efnahagssvæðið, sem Alþingi hafði þá til umfjöllunar. Í bréfi mínu til A, dags. 29. desember 1992, gerði ég honum grein fyrir starfssviði umboðsmanns Alþingis og benti honum á að það væri ekki í verkahring umboðsmanns að leggja dóm á það, hvernig tækist til um löggjöf, sem Alþingi hefði í hyggju setja. Væru því ekki fyrir hendi skilyrði laga til þess að ég hefði frekari afskipti af máli hans.