Atvinnuleysistryggingar. Tryggingagjald.

(Mál nr. 2233/1997)

A var synjað um atvinnuleysisbætur því síðasti launagreiðandi hennar var undanþeginn greiðslu tryggingagjalds á grundvelli 3. tl. 5. gr. laga nr. 113/1990. Umboðsmaður taldi synjunina eiga skýra stoð í 2. gr. laga nr. 12/1997, um atvinnuleysistryggingar, þar sem löggjafinn hefði sett það skilyrði fyrir töku atvinnuleysisbóta að bótaþegi hefði stundað tryggingagjaldsskylda vinnu. Í bréfi sínu til A tók umboðsmaður fram, að það væri almennt ekki í verkahring umboðsmanns Alþingis að leggja dóm á það, hvernig til hefði tekist um löggjöf sem Alþingi hefði sett.