Starfssvið umboðsmanns og skilyrði þess að umboðsmaður fjalli um kvörtun. Málskot til æðra stjórnvalds. Formleg krafa um vaxtagreiðslu vegna ofgreidds skattfjár skal beint að embætti tollstjórans í Reykjavík.

(Mál nr. 2386/1998)

A kvartaði yfir því að honum hefðu ekki verið greiddir vextir af inneign hans vegna ofgreidds tekjuskatts, eins og kveðið væri á um í 112. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Í bréfi, dags. 27. febrúar 1998, sagði umboðsmaður m.a.: „Endurgreiðsla ofgreidds skattfjár á undir innheimtumenn ríkissjóðs, í tilviki yðar embætti tollstjórans í Reykjavík. Ég tel því rétt, að þér beinið formlegri kröfu um vaxtagreiðslu að embætti tollstjórans í Reykjavík. Ákvörðun innheimtumanns getið þér eftir atvikum kært til fjármálaráðuneytisins.“ Með vísan til 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 lauk umboðsmaður afskiptum sínum af málinu að svo stöddu.