A kvartaði yfir skattlagningu á dömubindum og túrtöppum og taldi skattinn of háan og fara í bága við jafnræðisreglur.
Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 27. nóvember 2015. Þar kom fram að hann legði þann skilningi í erindi A að það lyti að hlutfalli virðisaukaskatts sem lagður væri á dömubindi og túrtappa. Benti hann á að skatthlutfall þessara vara væri 24% í samræmi við lög um virðisaukaskatt og þær féllu ekki undir undantekningar sem þar væru veittar. Umboðsmaður tók fram að kvörtunin beindist ekki að ákvörðun eða athöfn sem félli undir starfssvið umboðsmanns heldur að efni löggjafar sem Alþingi hefði sett. Taldi umboðsmaður því ekki skilyrði að lögum til að hann gæti tekið kvörtun A til meðferðar og lauk athugun sinni á málinu.